Meðferð við þurrki í augum

Undanfarin ár hafa miklar breytingar orðið í meðferð augnþurrks. Áður fyrr var talið að þurrkur í augum mætti oftast rekja til minnkaðrar táraframleiðslu en í dag er augnþurrkur meðhöndlaður sem margþættur sjúkdómur sem má oftast rekja til minnkunar, eða minni gæða, olíu í tárafilmu augans. Einnig getur hársekkjamítill valdið óþægindum, þurrki og kláða í augum. Augnþurrk skal meðhöndla eftir því hversu alvarlegur hann er (Dry Eye Severity Level) samkvæmt viðmiðunarreglum Tear Film and Ocular Surface Society.

Taralind prof

Ert þú með þurr augu?

Við höfum sett saman einfalt próf sem getur svarað því hvort þú sért með augnþurrk.
Taka prófið.

Taralind augnthurrkur

Hvað er augnþurrkur?

Augnþurrkur er ein algengasta ástæðan fyrir heimsóknum til augnlækna.
Lesa meira um augnþurrk.

Skert táraframleiðsla

Augnþurrkur af völdum skertrar táraframleiðslu er fyrst og fremst meðhöndlaður með gervitárum, bólgueyðandi augndropum og með því að teppa táragöngin.

gerfitar

Gervitár:

Gervitár eru notuð til að smyrja augað, þynna tárafilmuna, draga úr bólgum og koma í stað efna sem vantar í tárafilmu.

tappi-i-taragong

Tappi í táragöng:

Hægt er að hefta rennsli táranna úr auganu með því að setja litla tappa í táragöngin. Þannig helst raki í auganu og hægt er að draga úr notkun gervitára.

auglokamedferd

Auguhvarmahreinsun:

BlephEx burstinn hreinsar í burtu bakteriur og örverur af augnhvörmum sem valda ertingi, óþægindum og kláða í augum.

bolgueydandi

Bólgueyðandi lyf:

Cyklosporin (Restasis) og sermisdropar minnka bólgu- og sáramyndun á yfirborði augans og koma oft að miklum notum við augnþurrk. Sermisdropar eru búnir til úr eigin blóði sjúklingsins og er það gert í Blóðbankanum og á apóteki Landspítala.

auglokamedferd

E-Eye:

Er ný örugg meðferð gegn þurrum augum. Tæki sem sérstaklega er ætlað til að meðhöndla augnþurrk sem stafar af of mikilli uppgufun tára og nýtist því um 80% sjúklinga sem stríða við augnþurrk.  E-Eye gefur frá sér sérstakar ljósbylgur sem örva starfsemi fitukirtlana. Kirtlarnir bregðast við þessari örvun með þvi að gefa frá sér meiri fitu eða olíu sem hjálpa tárafilmunni að komast aftur í eðlilegt horf. Meðferðin er einungis útvortis, sársaukalaus með öllu og það er engin hætta á að hún skaði augað.  E-Eye 

Truflun á starfsemi fitukirtla

Í flestum tilfellum má rekja þurrk í augum til aukinnar uppgufunar af yfirborði augans, sem má aftur rekja til fækkunar fitukirtla eða minnkaðra gæða olíu í tárafilmu. Þetta stafar yfirleitt af truflun á starfsemi Meiboms-fitukirtlanna og er meðhöndlað með sérstakri augnlokameðferð, gervitárum, bólgueyðandi lyfjum eða með E-eye ljósbylgjum. 

auglokamedferd

Augnlokameðferð:

Augnlokin eru hreinsuð, hituð og nudduð. Þetta er gert til að koma eðlilegri starfsemi kirtla í augnlokunum af stað, þannig að nóg verði til af fituefnum. Til þess að fá fituefnin í augnlokunum til að bráðna, þarf að hita augnlokin. Þetta má til dæmis gera með heitum bökstrum og nuddi á augnlokin til að dreifa fituefnunum sem hafa bráðnað við upphitun. Að auki getur svokölluð Blephasteam-meðferð komið að góðum notum. Við ráðleggjum þér bestu leiðina miðað við þínar þarfir.

bolgueydandi

Bólgueyðandi lyf:

Bólgueyðandi augndropar (sterar) minnka bólgur í fitukirtlum augnlokanna. Sýklalyf í töfluformi og augndropar geta einnig minnkað bólgu í fitukirtlum augnlokanna og þar með bætt virkni þeirra. Cyklosporin (Restasis) minnkar bólgu- og sáramyndun á yfirborði augans og kemur oft að góðum notum við augnþurrk vegna vanstarfsemi fitukirtlanna.

gerfitar

Gervitár:

Gervitár eru notuð til að smyrja augað, þynna tárafilmuna, draga úr bólgum og koma í stað efna sem vantar í tárafilmu.

Önnur meðferðarúrræði

umbudarlinsur

Snertilinsur og hvítulinsur:

Snertilinsur eru notaðar til að vernda yfirborð hornhimnunnar. Hvítulinsur (scleral contact lens) eru rakagefandi og vernda hornhimnuna. Þær viðhalda bestu mögulegu sjónskerpu og valda minni glampa/sársauka. Táralind starfar með sjóntækjafræðingum sem eru sérfræðingar í linsum.

ljossiugleraugu

Ljóssíugleraugu:

Gleraugu með ljóssíu (filter glasses) stýra hvaða bylgjulengdir ljóss ná auganu og eru því notuð gegn mikilli ljósfælni ef önnur ráð duga ekki til.

Almenn ráð við augnþurrki

tolvunotkun

Tölvunotkun

Mikil tölvunotkun er líklega ein algengasta orsök þurra augna. Við blikkum augunum mun sjaldnar þegar við horfum á tölvuskjá og veldur það aukinni uppgufun tára. Hægt er að koma í veg fyrir þetta með því að breyta uppstillingu skjásins, skrifborðsins og stólsins. Skjárinn ætti að vera í 50-70 cm fjarlægð frá augum, hann ætti að halla 15-20 gráður aftur og miðja hans ætti að vera 15-30 gráðum undir beinni sjónlínu. Einnig er gott ráð að minnka birtustig skjásins og gera reglulega hlé á vinnu til að leyfa augunum að hvílast.

mataraedi

Mataræði

Rannsóknir hafa sýnt að ómega-3 fitusýrur, sem fást meðal annars úr lýsi, geta dregið úr einkennum augnþurrks.

lyf

Lyf

Mörg lyf geta valdið augnþurrki, annað hvort með því að minnka táraframleiðslu eða minnka magn fituefna í tárafilmunni. Meðal þessara lyfja eru blóðþrýstingslyf, ofnæmislyf, þunglyndislyf og lyf við bólum. Ef þú greinist með augnþurrk og notar eitthvað af þessum lyfjum mælum við með því að þú hafir samband við heimilislækninn þinn og athugir hvort þú getir hætt að taka lyfið, minnkað skammtinn eða skipt lyfinu út.

thurrtloft

Þurrt loft

Orsök augnþurrks má ekki sjaldan rekja til þess að loftið innanhúss er of þurrt. Vinnueftirlitið hefur birt leiðbeiningar um inniloft á vinnustöðum, meðal annars um hvernig má stilla raka og bæta inniloftið á vinnustað. 

Hafðu samband og við aðstoðum þig

Starfsfólk Táralindar er með margra ára reynslu af meðhöndlun augnþurrks. 

Hringdu í okkur núna

577 1001

eða smelltu á hnappinn til að
senda fyrirspurn eða panta símtal.

Hafa samband