Augnþurrkur

Þurrkur í augum er afar útbreiddur sjúkdómur og raunar ein af algengustu ástæðum heimsókna til augnlækna og sjóntækjafræðinga. Augnþurrkur er margþættur sjúkdómur sem hefur neikvæð áhrif á yfirborð augans. Ástandinu fylgja óþægindi, sjóntruflanir og óstöðugleiki í tárafilmu, sem getur hugsanlega skaðað yfirborð augans. Því er brýnt að leita meðferðar um leið og augnþurrks verður vart.

Einkenni augnþurrks:

  • Særindi eða verkur í augum
  • Kláði
  • Aukin ljósfælni
  • Táraflæði
  • Sveiflur í sjónskerpu
  • Roði í augum
  • Þreyta í augum
  • Óþægindi við linsunotkun
Taralind prof

Ert þú með þurr augu?

Við höfum sett saman einfalt próf sem getur svarað því hvort þú sért með augnþurrk.
Taka prófið.

Tárafilman

Ysta lag augans er þakið tárafilmu sem viðheldur raka og nærir yfirborð augans. Tárafilman er samsett úr fitu (olíu), vatni og slími. Olían leggst yst á tárafilmuna og er framleidd í fitukirtlum í augnlokunum. Hún sléttar yfirborð tárafilmunnar og temprar uppgufun. Vatnið kemur úr tárakirtlunum og inniheldur m.a. kolvetni, prótein, súrefni og steinefni. Slímið er framleitt í bikarfrumum í slímhúð augans og bindur tárafilmuna við hornhimnuna. Tárafilman gufar sjálfkrafa upp af yfirborði augans. Það sem er umfram tæmist úr auganu í gegnum táragöng í augnlokunum og þaðan niður í nef.

Táralind Tárafilman Mynd

Hafðu samband og við aðstoðum þig

Starfsfólk Táralindar er með margra ára reynslu af meðhöndlun augnþurrks. 

Hringdu í okkur núna

577 1001

eða smelltu á hnappinn til að
senda fyrirspurn eða panta símtal.

Hafa samband